Tvisar verður hver maður barn

Hér má lesa áhugaverð grein eftir Örn Jóhannsson og hans reynslu af því að fá heilablóðfall. Skyldu lesning.

Það er einkennileg reynsla að fá heilablóðfall-allavegana finnst mér það. Ég hefi alla tíð verið með flokkunarkerfi í hausnum sem byggist uppá skúffum -ég flokka efni niður í skúffur og framan af notaði ég tölur til aðgreiningar, eða liti. Þetta ruglaðist allveg gjörsamlega við heilablóðfallið  og sumar skúffurnar eru týndar, ég er linnulaust að leita að týndu skúffunum og það kemur fyrir að ég rekst á efni úr þeim en sumar skúffur eru algjörlega týndar. Minnisskúffan-NÚ  sem er blá er erfið -stundum finn ég eitthvað úr henni og stundum ekki.

Gutti félagi minn kom með alveg rétta  skýringu á  þessu -við höfum 10 mínútna minni og við höfum 15 mínútna minni og svo höfum við kannski og kannski ekki minni. Þetta er alveg dýrðleg skilgreining sem við báðir notfærum okkur oftast til framdráttar. Í alvöru talað, þegar maður fær svona áfall er númer eitt að taka því með æðrusemi og númer eitt að gera grín að sjálfum sér-þetta er bara svona. Ég t.d. var óskaplega heppinn -ég hefi fengið mikið til baka og hef frá upphafi litið svo á að ég sé lánsamur með það sem ég er í dag -ég get gengið alveg bærilega-ég get ekið bíl-ég er hættur að ganga á dyrastafinn vinstramegin að mestu leyti-auðvitað kemur það fyrir, en þá hlæ ég bara og segi andskotinn. Af hverju vinstra megin, það finnst mér ekkert hlægilegt -þett skeði hægramegin í heilanum og ég sit uppi með skerta vinstri-hlið-ósanngjarnt -kannski -kannski ekki. Ég er jú rétthentur sem kallað var áður fyrr-það má kannski ekki í dag-ég kýs jú alltaf vinstra megin.

Að klæða sig í sokka og buxur-einföld athöfn -er ekki svo- en fyrir mig og marga aðra er það bara alls ekki einfalt, það þarf nefnilega ákveðin klókindi og útsjónarsemi, Líkaminn lætur nefnilega ekki alltaf að stjórn. Ég hefi nefnilega verið á námskeiði hjá sjálfum mér með brókina. Að láta brókina renna niður að tánum sveifla  fótunum og grípa hana með annarri hendi var ekkert mál þetta var stórmál hjá mér á einum af fyrstu æfingum vildi það mér til happs að ég datt í stólinn en ekki gólfið-en það er komið eftir harðar æfingar og hörku. Einu sinni Valsari alltaf Valsari.

-Að klæða sig í sokka er mjög erfitt ennþá hjá mér-ég kvíði því á hverjum degi að fara í þessa andsk. sokka-það er það erfiðasta sem ég geri enn þann dag í dag -ýmindið ykkur eftir 5 ár -þá er það erfiðasta sem ég geri að klæða mig í sokka. Þegar ég fer í sundlaugina á morgnana þá hef ég sokkana bara með mér og fer berfættur í skónum-það finnst mér ekki hlægilegt að jafn einföld athöfn þvælist fyrir manni og að klæða sig í sokka sé fyrirkvíðandi athöfn -gott fólk færði mér sokkaífærslu -það er nytsamur hlutur -já hlægið þið bara ífærsla til að klæða sig í sokka hahaha en það er bara svo-þetta er það eina sem mér finnst ekki hlægilegt, að klæða sig í buxur er einnig svolítið erfitt en ég hefi komið mér upp kerfi sem gengur oftast upp en þá þarf ég ákveðið umhverfi. Því umhverfi ætla ég ekki að lýsa en ég get haldið námskeið í því ef óskað verður eftir eða jafnvel gefið það út á DVD disk.

Ég ætla ekki að segja ykkur hvernig það var að fara í sturtu til að byrja með en það get ég þó sagt að það var ævintýri sem er ekki til frásagnar að svo stöddu, en asskoti var það nú gaman svona eftir á að hyggja

Af hverju ég er að skrifa þetta bull-jú vegna þess að ef það getur hjálpað einhverjum álíka eitthvað, þá er tilganginum náð. Þegar ég fór í endurhæfingu á Kristnesi ,sem er alveg dásamlegur staður, rakst ég á grein eftir Ingólf Margeirsson í blaðinu Heilaheill -sú grein hefir síðan verið min biblía. Það er nauðsynlegt að einhver sem hefir gengið í gegnum svona reynslu miðlaði sinni reynslusögu líkt og Ingólfur Margeirsson gerði á sínum tíma -það opnar skilning á mörgu. Ég er ekki að líkja saman veikindum mínum og Ingólfs Margeirssonar -ég erjú á lífi -hann ekki.

Því eins og  dyraþröskuldurinn í fatahreinsuninni sem Ingólfur kvartaði yfir,því hann komst ekki yfir hann svo hann  kvartaði við afgreiðslumanneskjuna og svarið var. „hann hefir verið þarna í 40 ár“

Örn Jóhannsson

 

Deila á