Ákveðið hefur verið að boða til fundar í stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar sunnudaginn 4. september kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Aðalumræðuefni fundarins verða málefni Starfsgreinasambands Íslands og kaup Kínverja á landi Grímstaða undir ferðaþjónustu.
Dagskrá:
- Fundargerð síðasta fundar
- Inntaka nýrra félaga
- Uppbygging ferðaþjónustu á Grímstöðum
- Málefni SGS
- Önnur mál
- Ályktun um öryggismál sjómanna
- Trúnaðarmannanámskeið