Vinnumarkaðsráð Norðurlands Eystra fundaði í fundarsal stéttarfélaganna í gær, þriðjudaginn 26. ágúst. Á fundinum flutti formaður Framsýnar erindi um stöðuna hér á Húsavík og nágrenni, hvað hefur gerst síðustu misseri og eins hvað líklegt er að sé framundan í atvinnu- og byggðamálum.
Töluvert er um að hinir ýmsu aðilar óski eftir erindi frá forsvarsmönnum stéttarfélaganna er varðar þessi mál enda mikið um að vera á svæðinu er tengist sérstaklega uppbyggingunni á Bakka.
Myndirnar voru teknar á fundinum.