Aðalfundur Völsungs fór fram í kvöld. Mjög góð mæting var á fundinn miðað við síðustu ár, en á þriðja tug Völsunga tók þátt í líflegum og skemmtilegum umræðum á fundinum. Gerð var grein fyrir stafsemi félagsins og ársreikningum fyrir síðasta starfsár. Almenn ánægja kom fram með fjárhagslega stöðu félagsins en samkvæmt ársreikningum aðalsjóðs Völsungs varð 5,5 milljón króna hagnaður af starfseminni. Nýr formaður var kjörinn á fundinum, Guðrún Kristinsdóttir en Linda M. Baldursdóttir sem verið hefur formaður síðustu 11 árin gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í lok fundar var Lindu og fráfarandi stjórn þökkuð vel unnin störf í þágu Íþróttafélagsins Völsungs sem hefur það að markmiði að eflast enn frekar á næstu árum samfélaginu til góða.
Aðalfundur Völsungs fór fram í kvöld. Miklar umræður urðu á fundinum og stóð hann yfir fram eftir kvöldi.
Hér eru nokkrir harðir Völsungar að fara yfir málin í kvöld.
Ný aðalstjórn ásamt framkvæmdastjóra Sveini Aðalsteinssyni. Guðrún Kristinsdóttir, Þóra Kristín Jónasdóttir, Elín M. Gunnsteinsdóttir, Már Höskuldsson og Lúðvík Kristinsson.
Fráfarandi og núverandi formaður takast í hendur eftir aðalfundinn í kvöld. Tvær magnaðar konur.