Framsýn, stéttarfélag hefur óskað eftir upplýsingum frá undirverktakanum Korman sem starfaði um tíma við framkvæmdirnar á Þeistareykjum við klæðningu á stöðvarhúsinu. Grunur leikur á að fyrirtækið hafið ekki verið að greiða eftir íslenskum kjarasamningum og að ráðningarsamningar starfsmanna hafi verið falsaðir. Um er að ræða erlend fyrirtæki frá Póllandi sem hefur ekki verið með starfsstöð á Íslandi. Þrátt fyrir að félagið hafi krafist þess að fyrirtækið legði fram launaseðla, vinnuskýrslur, ráðningarsamninga og gögn um millifærslur á launum starfsmanna í banka hefur fyrirtækið ekki orðið við þeirri ósk. Þá hefur félagið gert hlutaðeigandi aðilum, það er verktakanum Munck sem hafði Korman í vinnu sem og verkkaupanum Landsvirkjun, Vinnumálastofnun og ASÍ grein fyrir málinu. Reynist það rétt að ráðningarsamningarnir séu falsaðir er um alvarlegt brot að ræða hjá fyrirtækinu.