Við sögðum frá því að formaður Framsýnar var beðinn um að taka þátt í verkefni er tengist starfsemi stéttarfélaga á Norðurlöndunum og hvernig samfélögin hafa breyst í gegnum tíðina. Verkefnið er á vegum verkalýðshreyfingarinnar á Norðurlöndunum. Í síðustu viku var haldinn fundur í Kaupmannahöfn þar sem starfshópurinn kom saman til fundar en í honum eru níu einstaklingar frá öllum Norðurlöndunum. Aðalsteinn segir áhugavert að taka þátt í þessari vinnu og hugmyndin sé að funda næst í byrjun næsta árs. Á fundi Framsýnar í gær gerði Aðalsteinn fundarmönnum góða grein fyrir verkefninu sem nánar verður sagt frá síðar.