Samkvæmt óformlegri skoðanakönnun er Framsýn- stéttarfélag með virkustu heimasíðuna innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands. Framsýn, Þingiðn og Starfsmannafélag Húsavíkur standa að heimasíðunni. Félögin leggja mikið upp úr því að veita félagsmönnum góðar upplýsingar um starfsemi félaganna og réttindi þeirra og skyldur. Flettingar á dag eru yfir þúsund. Helstu fjölmiðlar landsins vakta síðuna og taka oft upp fréttir af heimasíðunni til birtingar. Einn ritstjóri vefmiðils sá ástæðu til að skrifa eftirfarandi sem staðfestir m.a. styrk heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum: „Ritstjóri vill vekja athygli á því að heimasíða Framsýnar stéttarfélags er mjög virk og þar eru fluttar daglegar fréttir af mannlífinu í Þingeyjarsýslu.“ Ljóst er að það vantar ekki metnaðinn hjá aðildarfélögum Skrifstofu stéttarfélaganna að vinna vel fyrir sína félagsmenn.