Á vettvangi Starfsgreinasambands Íslands fer nú fram vinna að skipulagsmálum sambandsins. Í því sambandi hefur sambandið varpað spurningum og hugleiðingum til aðilarfélaga þess, m.a. til Framsýnar. Stjórn Framsýnar ákvað í sumar að stofna vinnuhóp til að undirbúa aðkomu sína að umræðunni. Hópurinn fundaði í gær og mun skila tillögum sínum til stjórnar- og trúnaðarmannaráðs, sem fundar 25. ágúst n.k..
Á fundi vinnuhópsins í gær komu fram ýmis sjónarmið um aðild Framsýnar að Starfsgreinasambandinu og starfsemi þess síðustu misserin.
Vinnuhópur Framsýnar um skipulagsmál Starfsgreinasambands Íslands hittist á löngum og ströngum fundi í fundarsal félagsins í gær.