Ævar Ísak Sigurgeirsson og fjölskylda hefur í áratugi rekið verslun og þjónustu í Söluskálunum Ásbyrgi. Nýlega var gerði DV verðkönnun á vörum og þjónustu verslana af þessu tagi. Ein verslun hafði lækkað verð á vöru milli ára og hefur það vakið nokkra athygli.
Í ferð um svæðið ákvað Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar – stéttarfélags að grípa tækifærið og grípa sína uppáhaldsmæru. Að sögn Ísaks sýna nýjustu verðkannanir að Prinspóló er hvergi ódýrara en í þessari rótgrónu ferðamannaverslun. Prinspóló kostar nú kr. 130 og hefur lækkað um tæp 30% frá s.l. sumri, en þá kostaði það kr. 180. Hann segir þetta eiga mjög eðlilega skýringu, hér sé um innflutta vöru að ræða og lækkunin sé í samræmi við gengisbreytingar milli ára. Hann telur eðlilegt að skila henni til neytenda.
Aðalsteinn fagnar þessu. Þetta sýni að Ævar og hans fólk er heiðarlegir verslunarrekendur freistist ekki til að stela ábata vegna breytinga á gengi.
Aðspurður um verslun segir Ævar að hún sé ágæt og vaxandi á þessum tíma. Hjá þeim í þessari rótgrónu ferðamannaverslun er ákveðinn stöðugleiki, m.a. hafi þau áfram breitt vöruúrval í verslun og í matsölu.