Hér má sjá skiptingu greiðandi félagsfólks Framsýnar á árinu 2016 eftir póstnúmerum. Ekki kemur á óvart að tæpur helmingur eða 44% kemur úr póstnúmerinu 640. Sveitirnar í Þingeyjarsýslum og minni þéttbýlisstaðir eiga samtals 34% greiðandi félaga. Alls 22% greiðandi félagar eru úr öðrum póstnúmerum, þar af 4% sem búa erlendis. Líkast til er að mestu leyti þar um að ræða tímabundið starfsfólk við meðal annars ferðaþjónustu og sauðfjárslátrun.