Félagsmenn fengu greiddar 46 milljónir í styrki úr sjúkrasjóði

Á árinu 2016 voru 900 styrkir greiddir úr sjúkrasjóði Framsýnar og 151 styrkir vegna sjúkradagpeninga og fæðingarstyrkja.  Samtals námu greiðslur vegna sjúkradagpeninga, annarra bóta og styrkja kr. 46.030.635,- til félagsmanna Framsýnar. Sama upphæð fyrir árið á undan var kr. 37.246.877,-. Samkvæmt þessari niðurstöðu er veruleg hækkun milli ára á styrkjum úr sjúkrasjóði til félagsmanna eða um 23,5%.

 

Deila á