„Berjumst fyrir virðingu og réttlæti“ sagði Helgi Pétursson fulltrúi Gráa hersins.

„Við erum aðeins að biðja um réttlæti, virðingu og sanngirni, sagði Helgi Pétursson, einn forvígismanna Gráa hersins á fjölmennum hádegisfundi Framsýnar á Fosshótel Húsavík. Fundurinn fór fram í gær.

Helgi lagði áherslu á það tómlæti sem ríkti í þjóðfélaginu gangvart eldra fólki, sem gjarnan væri allt sett undir sama hatt, – þótt gríðarlegur munur sé á félagslegri stöðu, heilsu og fjárhag fólks í kringum sextugt og þeirra sem komnir væru á miklu efri ár. „Það er okkur öllum til skammar, meðferð okkar á langveiku fullorðnu fólki sem við látum híma á göngum, í geymslum og vera fyrir á hátæknideildum Landspítalans – um eitthundrað manns á hverjum tíma. Það er með ólíkindum að eitthvað reikningsséni geti fundið það út að svo sé hægt að hafa hlutina í stað þess að byggja hjúkrunarheimili. Það vantar 570 hjúkrunarheimilispláss, – það er löngu vitað og það vita allir sem eiga að vita“, sagði Helgi.

Það úrlausnarmál sem þjóðfélagið stendur frammi fyrir er að sem betur fer er eldra fólk hraustara og við betri heilsu og lifir miklu lengur en fyrri kynslóðir. En öll kerfin sem eiga að þjóna þessum aldurshópi, virka ekki.

Kerfin virka ekki.

„Heilbrigðiskerfið er skaddað, tryggingakerfið er margstagbætt óskiljanlegt fyrirbæri og húsnæðiskerfið er á engan hátt að svara óskum eldra fólks um liltar íbúðir, ekki frekar en fyrir yngsta aldurshópinn““, sagði Helgi. „Gróðasjónarmið steypuaðalsins og hótelbransans hafa lengi ráðið ferð og fjárvana sveitarfélög spilað með, enda hlunnfarnin af ríkinu eftir bestu getu þar á bæ, t.d. með því að neita sveitarfélögunum um hlutdeild í virðisaukaskatti.“

Meginágreiningsefni Gráa hersins og hins opinbera segir Helgi hins vegar vera skerðingar á greiðslum frá Tryggingastofnun með hliðsjón af tekjum, t.d. af lífeyristekjum. „Þessar skerðingar eru fyrir löngu komnar út fyrir öll þjófamörk“, sagði Helgi. „Við gerðum samkomulag um greiðslu skatta til Tryggingarstofnunar  árið 1946 og stofnuðum síðan til eigin lífeyrissjóða í áföngum frá 1949.  Það eru okkar eigin peningar, hluti af launum okkar og hefur ekkert með Ríkið að gera. Það, að Ríkið skuli síðan velta greiðslum yfir á okkar eigin lífeyriskerfi með skerðingum á greiðslum frá Tryggingastofnun, er einfaldlega eignaupptaka – sumir segja þjófnaður. Á þetta verðum við á láta reyna fyrir dómstólum, það er ekki hægt að draga þetta svona árum saman“, sagði Helgi.

Fáránlegt frítekjumark.

Helgi benti einnig að, að verkefnin væru ærin og alltaf að bætast við. Það nýjasta væri lækkun frítekjumarks í nýjum lögum úr 108 þús. Í 25. þús „allt afgreitt nánast á færibandi með gríðarlegum göllum í gegnum þingið um áramót, enda viðurkenndu stjórnmálakrakkarnir hver á fætur öðrum að hafa ekki lesið málið. Það segir allt um áhuga þeirra á málefnum eldra fólks“  Með því sagði Helgi að hlutur þess sem ynni sér inn 100 þús. Kr. yrði 30 þús. eða 70% skattheimta og skerðingar.

Í lok fundarins færði Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar, Gráa hernum yfirlýsingu stjórnar þess efnis að ef til málaferla kæmi, myndi Framsýn styðja Gráa herinn vegna þeirra um 100 þús. Kr. sem Helgi sagði að væri upphafið að mjög spennandi tímum í málefnum eldra fólks.

2153

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðalsteinn færir Gráa hernum styrk frá Framsýn til að fara í mál við ríkið.

2028

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fjölmenni var á fundi sem Framsýn stóð fyrir á Fosshótel Húsavík í hádeginu í gær.

Deila á