Lionsklúbbur Húsavíkur bauð formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna Baldurssyni, að flytja erindi á reglulegum fundi klúbbsins fyrir helgina. Aðalsteinn tók fyrir uppbygginguna er tengist verkefni PCC á Bakka og væntingar félagsins varðandi kjör starfsmanna í verksmiðjunni sem á að hefja starfsemi um næstu áramót. Formaður fékk margar spurningar frá fundarmönnum sem voru áhugasamir um störf stéttarfélaganna er viðkemur uppbyggingunni og væntanlegri samningagerð við PCC um launakjör starfsmanna, það er ef fyrirtækið fellst á það að gera samning við stéttarfélögin um gerð kjarasamnings.
Mikill kraftur er í stafi Lionsklúbbs Húsavíkur. Á fundinum sem formaður Framsýnar var með erindi um atvinnumál í héraðinu var Steingrímur Hallgrímsson tekinn formlega inn í félagið sem nýr meðlimur.
Góðar umræður urðu undir erindi formanns Framsýnar á fundi lionsmanna.