Fulltrúar aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins voru á ferð um Noreg og Danmörku til að kynna sér kjarasamningsgerð og uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar þar í löndum. SGS hittu Fällesforbundet i Noregi, sem eru systursamtök SGS og stærstu landssamtök innan norska ASÍ (LO). Þá var haldin kynning á framkvæmd verkfalls starfsfólks í hótel- og veitingagreinum í fyrrasumar sem SGS studdi með ráðum og dáð, auk þess sem farið var yfir verklag við kjarasamningagerð. Í Danmörku hitti sendinefndin félaga okkar í 3F sem er stærsta stéttarfélag Danmörku. Þar þáðu Íslendingarnir fræðslu um kjarasamningagerð, vinnulag, laun og önnur réttindi starfsfólks á danska vinnumarkaðinu. Þá var farið sérstaklega yfir muninn á Norðurlöndunum varðandi kaup og kjör. Ljóst er að ferðin hefur verið árangursrík og fulltrúar aðildarfélaga SGS koma betur undirbúin heim undir umræður um framtíðarskipan kjarasamningsmála á Íslandi.
Tveir fulltrúar fóru í þessa ferð á vegum Framsýnar sem tókst í alla staði mjög vel en mikið var fundað með fulltrúum frá systursamtökum Starfsgreinasambandsins í Noregi og Danmörku. Ferðir sem þessar eru afar mikilvægar í norrænu samstarfi. Sjá myndir sem teknar voru í heimsókninni.