Mikil umferð er á verktökum hér á svæðinu um þessar mundir, innlendum sem erlendum. Starfsmenn Framsýnar hafa það fyrir reglu að reyna að hitta alla nýja verktaka á svæðinu, skömmu eftir að þeir hefja störf eða áður. Það er ekki alltaf sem sá kostur er fyrir hendi að hittast í eigin persónu, sérstaklega þegar um erlenda aðila er að ræða.
Sú var staðan í gær og brugðið var á það ráð að nýta sér fjarfundatækni til fundarins og átti fundurinn sér þá stað hér á Húsavík sem og í Póllandi. Þetta ferli gekk vel þó langt væri á milli fundarfólks.