Stefnir í verkfall hjá sjómönnum í kvöld

Úrslita­tilraun verður gerð eft­ir há­degið í dag til að ná samn­ing­um á milli sjó­manna og út­vegs­manna. Ef ekki tekst að semja í dag kem­ur til boðaðs verk­falls sjó­manna á fiski­skipa­flot­an­um klukk­an 23 í kvöld.

Samn­inga­nefnd­irn­ar hafa að und­an­förnu unnið að sam­komu­lagi um fisk­verðsákv­arðanir. Í gær voru komn­ar upp hug­mynd­ir sem ágæt­is sam­komu­lag virðist vera um.

Í gær var hálfs ann­ars klukku­tíma fund­ur samn­inga­nefnd­anna hjá Rík­is­sátta­semj­ara. Hon­um lauk án niður­stöðu. Samn­inga­nefnd­irn­ar funduðu áfram, í hvor í sínu lagi, fram eft­ir kvöldi. Nýr fund­ur hef­ur verið boðaður hjá Rík­is­sátta­semj­ara klukk­an 13.30 í dag.

ahofn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sjómenn innan Framsýnar fara í verkfall í kvöld takist ekki að semja í dag. Verkfallið hefst kl. 23:00. (Þorgeir Baldursson tók myndirnar sem eru meðfylgjandi þessari frétt)

Deila á