Framsýn hefur gengið frá samkomulagi við Icelandair Hotels um afslátt á gistingu í vetur á hótelum sem eru innan keðjunnar. Þau eru; Icelandair Akureyri, Héraði, Klaustri, Vík, Flúðum, Hamri og á Reykjavík Natura. Með þessu samkomulagi er enn verið að auka við þjónustu félagsmanna er viðkemur afþreyingu og orlofi víða um land.
Verðið á eins til tveggja manna standard herbergi án morgunverðar til félagsmanna verður kr. 11.500 til 30. apríl 2017. Fullt verð er kr. 20.300,-. Leyfilegt er að taka með sér börn í herbergi án þess að greiða aukalega ef ekki þarf aukarúm. Velji félagsmenn að fá önnur herbergi s.s. svítur, deluxe eða fjölskylduherbergi greiða þeir aukagjald fyrir það.
Morgunverðurinn er á kr. 2.600 per mann og á kr. 3.000 á Reykjavík Natura.
Stéttarfélagsverðið er aðeins bókanlegt í gegnum síma eða með tölvupósti hjá Icelandair hótelum. Við bókun/innritun þarf að gefa upp kreditkortanúmer sem tryggingu fyrir herbergi. Símanúmerið er 4444000 og netfangið er icehotels@icehotels.is
Áríðandi: Félagsmenn greiða fyrir herbergið á Skrifstofu stéttarfélaganna og framvísa gistiávísun þegar þeir innrita sig á viðkomandi hótel innan Icelandair Hotels.
Skorað er á félagsmenn að hafa samband ef frekari upplýsinga er þörf.