Á dögunum heimsótti starfsmaður stéttarfélaganna Kárhól í Reykjadal. Þar er hús í smíðum sem verður norðurljósarannsóknarstöð þegar fram líða stundir. Þetta er í kringum 300 milljóna króna framkvæmd. Eins og sjá má verður húsið mjög sérstakt í útliti.
Rekstur á rannsóknarstöðinni verður í höndum Aurora Observatory sem er sjálfseignarstofnun.