Í sumar hafa stéttarfélögin orðið að hafa afskipti af fyrirtækjum í ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum sem gera út á hestaferðir um landið. Því miður gengur sumum þessara aðila mjög illa að virða kjarasamninga og lög sem gilda um slíka starfsemi. Stéttarfélögin hafa unnið að þessum málum með opinberum stjórnvaldsstofnunum s.s. Ríkisskattstjóra, lögreglunni, Vinnueftirlitinu og Vinnumálastofnun. Þess ber að geta að sum fyrirtæki sem gera út á hestaferðir eru með sína starfsemi í góðu lagi meðan önnur fyrirtæki velja að fara aðrar leiðir sem ekki eru boðlegar og kalla á aðgerðir af hálfu stéttarfélaga og opinberra stofnanna.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.