Nýr starfsmaður hefur verið ráðinn á skrifstofu Verkalýðsfélags Þórshafnar. Kristín Kristjánsdóttir hefur starfað hjá Verkalýðsfélaginu í 15 ár en lætur nú af störfum. Kristínu eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf fyrir félagið.
Sigríður Jóhannesdóttir er nýr starfsmaður á skrifstofu Verkalýðsfélags Þórshafnar og mun hún taka við af Kristínu Kristjánsdóttur þann 1. september n.k.
Sigríður er fædd og uppalinn á Gunnarsstöðum í Þistilfirði þar sem hún býr í dag ásamt fjölskyldu sinni og stunda þau sauðfjárbúskap. Sigríður og Júlíus eiga þrjár dætur.
Sigríður er búfræðikandídat að mennt frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Hún hefur starfað sem ráðunautur, framkvæmdarstjóri hjá leiðbeiningarþjónustu í landbúnaði, skrifstofustjóri hjá Langanesbyggð og mun láta af störfum sem rekstrastjóri á Dvalarheimilinu Nausti nú í haust.