Sjómannasamband Íslands ásamt Farmanna og fiskimannasambandinu hafa skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Samningurinn var undirritaður fyrr í dag, 24. júní. Sjómenn hafa verið kjarasamningslausir í fimm ár. Viðræður hafa staðið allan þann tíma, með hléum. Samningurinn, sem nú fer í kynningu og atkvæðagreiðslu, gildir til ársloka 2018.