Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2015 fengu 311 félagsmenn greiddar 12.807.117,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða. Sambærileg tala fyrir árið 2014 var kr. 12.439.189,-.
Námsstyrkir árið 2014 skiptast þannig milli sjóða:
142 félagsmenn fengu greidda styrki úr Landsmennt kr. 5.951.280,-.
5 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sjómennt kr. 277.737,-.
20 félagsmenn fengu greidda styrki úr Ríkismennt kr. 813.383,-.
54 félagsmenn fengu greidda styrki úr Fræðslusjóði verslunar og skrifstofufólks kr. 2.314.455,-.
51 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sveitamennt kr. 2.208.594,-.
Að auki fengu 40 félagsmenn sérstaka styrki úr Fræðslusjóði Framsýnar kr. 1.241.668,-. Getið er um þá í ársreikningum félagsins.
Fræðslusjóðirnir eru fjármagnaðir með framlögum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og ríkisstofnunum sbr. ákvæði kjarasamninga. Það á þó ekki við um Fræðslusjóð Framsýnar sem hefur ekki fastan tekjustofn.
Til viðbótar má geta þess að Framsýn hefur átt gott samstarf við Þekkingarnet Þingeyinga um námskeiðahald á árinu 2015, það er dyravarðanámskeið og námskeið í skyndihjálp.
Þá má geta þess að félagið leggur mikið upp úr heimsóknum í skóla með fræðslu um starfsemi stéttarfélaga og vinnumarkaðinn, það er í vinnuskóla, grunnskóla og framhaldskóla á félagssvæðinu.