Verkalýðsfélag Þórshafnar hélt upp á 90 ára afmæli sitt þann 1. maí síðastliðinn. Karlakór Akureyrar kom fram við þetta tækifæri og var vel tekið. Eftir þeirra innlegg var boðið upp á kaffiveitingar í Þórsveri í boði Kvenfélagsins Hvatar. Hundur í óskilum sló loks botninn í dagskrána með uppistandi. Nánar má lesa um hátíðarhöldin hér.