Samiðn, félag iðnfélaga hefur ákveðið að taka þátt í vinnustaðaeftirliti stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum sem aðild eiga að Skrifstofu stéttarfélaganna. Fyrir liggur að fjöldi iðnaðarmanna sérstaklega frá höfuðborgarsvæðinu og Eyjafjarðarsvæðinu eru og verða starfandi á stór Húsavíkursvæðinu meðan á framkvæmdunum stendur er tengjast uppbyggingunni á Bakka. Verkalýðsfélag Þórshafnar hafði áður óskað eftir aðkomu að eftirlitinu sem orðið var við að sjálfsögðu.
Stéttarfélögin halda uppi öflugu vinnustaðaeftirliti á félagssvæðinu