Eins og fram hefur komið í fréttum síðustu daga hallar verulega á kynjaskiptinguna í stjórn Samtaka atvinnulífsins. Stjórnina skipa sextán karlar en einungis fjórar konur. Auk þess er karl formaður stjórnar. Stjórnin var kjörin á aðalfundi samtakanna sem fram fór þann 7. apríl síðastliðinn. Konum í stjórninni fækkaði um eina milli ára. Þetta eru vissulega merkileg staðreynt í ljósi umræðunnar sem verið hefur um jafna kynjaskiptingu í stjórnum fyrirtækja á Íslandi, ekki síst á vegum Samtaka atvinnulífsins. Til fróðleiks má geta þess að í stjórn stéttarfélagsins Framsýnar eru þrír karlar og fjórar konur, jafnara getur það ekki orðið m.v. sjö manna stjórn.
Jafnrétti er virt hjá Framsýn í stjórnunarstörfum og öðru starfi félagsins. Það sama verður ekki sagt um Samtök atvinnulífsins þar sem konur eru ekki vinsælar í æðstu embættum samtakanna. Það er algjör misskilingur að konur geti ekki stjórnað eða unnið til verðlauna líkt og karlar eins og meðfylgjandi mynd staðfestir og tekin var á landsmóti á Húsavík fyrir nokkrum árum.