Framsýn hefur óskað eftir fundi með Samtökum atvinnulífsins vegna kjarasamnings félagsins og samtakanna sem gengið var frá í byrjun júní. Kjarasamningurinn hefur þegar verið samþykktur af félagsmönnum. Félagið er með tillögur um ákveðnar breytingar á samningnum sem ekki er hægt að greina frá að svo stöddu. Viðræðurnar munu fara fram í Reykjavík á morgun.