Eftirlitsfulltrúi Framsýnar fór í heimsókn til starfsmanna LNS Saga á Bakka við Húsavík í gær en hann hefur verið tíður gestur þar undanfarið ekki síst þar sem starfsmenn LNS hafa óskað eftir nærveru hans á svæðinu enda vilji starfsmanna að vita um sín réttindi og skyldur. Fyrirtækið vinnur að því að reisa kísilmálmverksmiðju fyrir PCC. Allt var á fullu í góða veðrinu eins og meðfylgjandi myndir bera með sér.