Fulltrúar Framsýnar og Starfsgreinasambandsins munu funda með forsvarsmönnum Landsvirkjunar eftir helgina en kjarasamningur aðila er laus. Félagsmenn Framsýnar sem starfa hjá Landsvirkjun hafa fengið í hendur bréf þar sem þeim er boðið að koma sínum kröfum á framfæri við félagið. Til viðbótar má geta þess að fulltrúar Framsýnar munu funda á morgun með Landssambandi smábátaeigenda um endurskoðun á kjarasamningi aðila varðandi ákvæðisvinnu við línu og net.