Fulltrúar Framsýnar munu halda kjaraviðræðum áfram á morgun, þriðjudag. Boðað hefur verið til samningafundar kl. 13:00 í Reykjavík. Fulltrúar Framsýnar og Starfsgreinasambands Íslands munu þá funda með forsvarsmönnum bænda um endurskoðun á kjarasamningi er varðar landbúnaðarverkamenn. Vonir eru bundnar við að viðræðurnar klárist á næstu dögum með samningi.