Það er gjörsamlega allt brjálað að gera í Heimabakaríi við laufabrauðsgerð þessa dagana. Ekki er ólíklegt að búnar verði til um 35 þúsund kökur fyrir þessi jól enda laufabrauðið frá Heimabakaríi landsþekkt fyrir gæði. Sjá myndir af öflugum starfsmönnum sem höfðu ekki tíma til að brosa við iðju sína þegar ljósmyndari heimasíðu stéttarfélaganna kom við í gærmorgun.