Í ferðaþjónustunni á Húsavík og Þingeyjarsýslum starfar vaxandi fjöldi starfsmenna, bæði á háannatímanum á sumrin og á veturna. Til starfsmanna í ferðaþjónustu teljast m.a. starfsmenn á hótelum og gistihúsum, veitingastöðum, hvalaskoðun, sundstöðum og annarri ferðatengdri þjónustu.
Á háannatíma ferðaþjónustunnar á sumrin kemur mikill fjöldi starfsmanna til verka. Starfsmannahópurinn er fjölbreyttur, sumir eru með sérfræðimenntun og -reynslu og teljast sérfræðingar í greininni, aðrar sækja starf á okkar svæði til að breyta til, komast út á land eða til Íslands í því augnamiði að kynnast fallegu svæði og verða þátttakendur í „vertíðinni“ og einn hópurinn er að notað kærkomið sumarleyfi frá störfum eða námi til að ná sér í aukatekjur.
Í ljósi fjölda fyrirspurna og ábendinga frá starfsfólki og fyrirtækjum í ferðaþjónustunni er rétt að fara yfir nokkur mikilvæg grunnatriði sem varða kaup og kjör á nýliðnu sumri:
• Lágmarkslaun í dagvinnu virka daga fyrir starfsfólk í vaktavinnu, 16 ára kr. 1.145, 17 ára kr. 1.213, 18 og 19 ára kr. 1.295 og 20 ára 1.363. 18 og 19 ára sömu laun og 20 ára þegar þeir hafa starfað í 6 mán. eða 700 klst. í starfsgreininni. Starfsmenn með reynslu og ábyrgð fá hærri laun.
• Vaktaálag fyrir starf kl. 17:00-24:00 virka daga er 33% og 45% fyrir starf á næturnar og um helgar.
• Ofaná öll laun bætist 10,17% orlof (hærra orlof eftir langa starfsreynslu).
• Yfirvinnulaun greiðast fyrir vinnu umfram 40 klst. á viku og eftir fyrirfram skilgreindar vaktir utan dagvinnutímans. Yfirvinnulaun er 80% álag á dagvinnulaun.
• Desemberuppbót 2015 er kr. 78.000 og orlofsuppbót er kr. 44.500 m.v. fullt starf á árinu. Starfsmenn sem voru í starfi í a.m.k. 12 vikur sumarið 2015 fá tilsvarandi hluta af þessum eingreiðslum.
• Starfsmenn í vaktavinnu ávinna sér 12 frídaga á ári á fullu dagvinnulaunum, til viðbótar við orlof eða orlofsfé. Þeir sem starfa á sumrin ávinna sér 2-3 daga í vetrarfrí og fá því greiddar 16 eða 24 dagvinnustundir greiddar aukalega við starfslok í sumarlok 2015. Starfsmenn fá þessa greiðslu án tillits hvort þeir voru við störf á umræddum frídögum eða ekki (1. maí, 17. júní og frídag verslunarmanna). Hafið í huga – allir starfsmenn í ferðaþjónustu, sem voru á vaktavinnu, eiga rétt á þessum 16 eða 24 tímum.