Stéttarfélögin Framsýn og Þingiðn hafa gengið frá samkomulagi við pólska verktakafyrirtækið G&M Sp. Zo.o um kaup og kjör starfsmanna sem starfa hjá fyrirtækinu á Þeistareykjum. Samningaviðræður hafa staðið yfir síðustu vikurnar sem enduðu með undirskrift samnings milli aðila í gær. Fyrirtækið G&M er undirverktaki hjá LNS Saga sem sér um uppbygginguna á stöðvarhúsinu á Þeistareykjum fyrir Landsvirkjun. Uppundir 80 starfsmenn hafa verið á vegum G&M á svæðinu undanfarna mánuði. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, segist ánægður með samninginn og þar með hafi ákveðinni óvissu verið eytt um kjör starfsmanna sem starfa hér eftir svokölluðum Stórframkvæmdasamningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins.
Stéttarfélögin hafa gengið frá kjarasamningi við pólska verktakafyrirtækið G&M um kjör starfsmanna fyrirtækisins á Þeistareykjum. Kynningarfundur um samninginn verður á Þeistareykjum í næstu viku.