 Ljóst er að framkvæmdirnar á stór Húsavíkursvæðinu kalla á aukna vinnu hjá starfsmönnum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Hlutverk stéttarfélaga er meðal annars að koma í veg fyrir undirboð á vinnumarkaðinum, verja hagsmunni starfsmanna og standa fyrir öflugu eftirliti á svæðinu auk þess að vera í samskiptum við fjölmarga verktaka sem koma að uppbyggingunni. Meðfylgjandi myndir eru teknar á Þeistareykjum fyrir helgina þegar formaður Framsýnar sem jafnframt gegnir starfi yfirtrúnaðarmanns á vinnusvæðinu fór í sína reglubundnu eftirlitsferð ásamt pólskum túlki.
Ljóst er að framkvæmdirnar á stór Húsavíkursvæðinu kalla á aukna vinnu hjá starfsmönnum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Hlutverk stéttarfélaga er meðal annars að koma í veg fyrir undirboð á vinnumarkaðinum, verja hagsmunni starfsmanna og standa fyrir öflugu eftirliti á svæðinu auk þess að vera í samskiptum við fjölmarga verktaka sem koma að uppbyggingunni. Meðfylgjandi myndir eru teknar á Þeistareykjum fyrir helgina þegar formaður Framsýnar sem jafnframt gegnir starfi yfirtrúnaðarmanns á vinnusvæðinu fór í sína reglubundnu eftirlitsferð ásamt pólskum túlki.
 Stéttarfélögin eru með skrifstofu á Þeistareykjum sem er opin eftir þörfum svæðinu. Meðal annars er starfsmönnum boðið upp á viðtalstíma sem eru í frekari mótun.
Stéttarfélögin eru með skrifstofu á Þeistareykjum sem er opin eftir þörfum svæðinu. Meðal annars er starfsmönnum boðið upp á viðtalstíma sem eru í frekari mótun.
 Það er alltaf gott að koma í mötuneyti Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Á vinnusvæðinu eru tvö mötuneyti, annað á vegum Landsvirkjunar og hitt er á vegum verktakans LNS Saga.
Það er alltaf gott að koma í mötuneyti Landsvirkjunar á Þeistareykjum. Á vinnusvæðinu eru tvö mötuneyti, annað á vegum Landsvirkjunar og hitt er á vegum verktakans LNS Saga.
 Framkvæmdir eru á fullu og vonast menn til þess að geta haldið þeim áfram einhverjar vikur í viðbót, það er fyrir snjóa.
Framkvæmdir eru á fullu og vonast menn til þess að geta haldið þeim áfram einhverjar vikur í viðbót, það er fyrir snjóa.
 Byrjað er að reisa stálgrindahús við steypta hluta stöðvarhússins.
Byrjað er að reisa stálgrindahús við steypta hluta stöðvarhússins.
 Haraldur öryggistrúnaðarmaður er aldrei orðlaus. Hér er hann að ræða við formann Framsýnar um stöðu mála á svæðinu.
Haraldur öryggistrúnaðarmaður er aldrei orðlaus. Hér er hann að ræða við formann Framsýnar um stöðu mála á svæðinu.
 
													 
				