Skráð atvinnuleysi í ágúst á landsvísu var 2,6%, en að meðaltali voru 4.497 atvinnulausir í ágúst og fækkaði atvinnulausum um 181 að meðaltali frá júlí. Á Norðurlandi eystra voru 368 atvinnulausir í lok mánaðarins, þar af 137 karlar og 231 konur. Flestir voru atvinnulausir í Akureyrarkaupstað eða 230. Á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum voru 36 skráðir atvinnulausir í Norðurþingi, 1 í Skútustaðahreppi, 2 í Tjörneshreppi, 6 í Þingeyjarsveit, 1 í Svalbarðshreppi og 10 í Langanesbyggð. Samtals voru 56 skráðir atvinnulausir í lok mánaðarins.
Lítið atvinnuleysi er um þessar mundir á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum