Náms- og starfsráðgjafar sem starfa hjá fræðslu- og símenntunarstöðvum víða um land funda um þessar mundir á Húsavík, um er að ræða tveggja daga fund. Um tuttugu ráðgjafar taka þátt í fundinum. Formaður Framsýnar var gestur fundarins í dag en hann var beðinn um að fræða fundarmenn um stöðu atvinnumála í Þingeyjarsýslum, væntanlega uppbyggingu á Bakka og samspil fræðslu og atvinnulífsins.
Formaður Framsýnar var með erindi um atvinnu- og byggðamál á Húsavík í dag. Töluverður áhugi er fyrir því hjá hópum sem koma til Húsavíkur í vinnuferðir að fræðast um uppbygginguna. Annar hópur sem er væntanlegur í heimsókn til Húsavíkur um helgina hefur beðið formann Framsýnar um sambærilegt erindi og hann flutti í dag.