Stjórn Framsýnar hefur ákveðið að auka réttindi félagsmanna úr Sjúkrasjóði félagsins og bæta við nýjum bótaflokki. Það er að niðurgreiða kostnað fullgildra félagsmanna vegna augnsteinaaðgerða. Niðurgreiðslan verður með svipuðum hætti og núverandi niðurgreiðslur vegna laser aðgerða á augum sem styrktar eru af sjúkrasjóði félagsins. Greitt verður að hámarki kr. 50.000 fyrir aðgerð á hvoru auga, þó aldrei hærra en 50% af kostnaði félagsmanna við aðgerðina.