Verkfall hefst á miðnætti í kvöld, þriðjudag

Á miðnætti í kvöld hefst önnur lota í boðuðum verkfallsaðgerðum. Þessi lota mun standa til miðnættis 7. maí, það er í tvo sólarhringa. Verði félagsmenn Framsýnar varir við verkfallsbrot eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna í síma 464-6600 eða á netfangið kuti@framsyn.is. Verkfallsverðir munu fara um félagssvæðið til að fylgjast með því að verkfallið verði virt. Brjóti menn löglega boðað verkfall verður tekið á því með viðeigandi hætti.Verkfallsverðir á vegum Framsýnar munu fara um svæðið á morgun og fimmtudag.

Deila á