Í morgun þegar starfsmenn Framsýnar voru að ganga frá kröfugerð fyrir fundi með fyrirtækjum á svæðinu síðar í dag bankaði góður og óvæntur gestur á dyr, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Að sjálfsögðu var tekin umræða um kjara- og landsmálin.
Þau tóku spjall saman, þingmaðurinn og verkalýðsfrömuðurinn í morgun áður en formaðurinn fór að funda með fyrirtækjum á félagsvæðinu um lausn kjaradeilunnar sem er uppi.
Það var líka hlegið og sagðar gamansögur.