Í tilefni af 100 ára afmæli stéttarbaráttu í Þingeyjarsýslum ákvað Framsýn að gefa út afmælisblað. Blaðið kom fyrir sjónir lesenda í gær og er allt hið glæsilegasta. Blaðið er gefið út í 2000 eintökum.
Í því má lesa viðtöl við fólk sem komið hefur að verkalýðsmálum í Þingeyjarsýslum auk þess sem rifjuð eru upp nokkur atriði úr starfsemi stéttarfélaganna í gegnum söguna. Jóhannes Sigurjónsson sá um efnisöflun og ritstjórn. Jóhannes stóð sig að sjálfsögðu vel og er blaðið honum og stéttarfélögunum til mikils sóma.
Blaðið góða komið í hús. Snæbjörn er greinilega ánægður með afmælisblaðið.
Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri afmælisblaðiðs er hér að störfum.