Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðir á Þeistareykjum á næstu árum. LNS Saga sem er verktaki við byggingu Þeistareykjavirkjunar fyrir Landsvirkjun hefur áhuga á að komast í kynni við ýmsa þjónustuaðila á Norðausturlandi með hugsanlegt samstarf í huga. Fulltrúar LNS Saga verða með kynningu á félaginu og verkefninu í fundarsal stéttarfélaganna á Húsavík laugardaginn 21. mars kl. 10-13. Áhugsamir eru hvattir til að koma á fundinn. Að sjálfsögðu verður boðið upp á kaffi.
Teitur Ingi Valmundsson aðstoðar framkvæmastjóri LNS Saga ehf. gerði fulltrúum Framsýnar grein fyrir starfsemi fyrirtækisins sem starfar bæði í Noregi og á Íslandi. Forsvarsmenn fyrirtækisins leggja mikið upp úr góðu samstarfi við heimamenn.