Fulltrúar Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar héldu áfram viðræðum í gær við Samtök atvinnulífsins um gerð kjarasamnings fyrir félagsmenn. Hlé var gert á viðræðunum síðdegis í gær. Þeim verður svo fram haldið eftir hádegi í dag. Formaður Framsýnar vonast til að gengið verði frá nýjum kjarasamningi í dag.