Íþróttamiðstöðin Ver á Þórshöfn hefur fest kaup á djúphitunarklefa sem er kærkomin viðbót við þá heilsuflóru sem fyrir var miðstöðinni. Stjórn sjúkrasjóðs Verkalýðsfélags Þórshafnar ákvað á fundi sínum í gær að niðurgreiða 10 tíma kort í klefann til sinna félagsmanna. Frekari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu félagsins á Þórshöfn.