Verðlagseftirlit ASÍ kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2014 til 1. febrúar 2015. Tíu sveitarfélög hafa hækkað hjá sér gjaldskrána, óbreytt verð er hjá fjórum og eitt hefur lækkað.
Mesta hækkunin á almennri gjaldskrá fyrir átta tíma vistun ásamt fæði, er hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um 8% og hjá Akureyrarkaupstað um 6%. Fyrir níu tíma vistun er mesta hækkunin, líkt og í 8 tíma vistun hjá Sveitarfélaginu Skagafirði um 8% og hjá Garðabæ um 4%. Þess ber þó að geta að gjaldið fyrir 9 tíma vistun er lægst í Skagafirði af öllum sveitarfélögunum.
Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem hefur lækkað hjá sér gjaldskrána milli ára er lækkunin fyrir 8 tíma með fæði 3,3% og fyrir forgangshópa 1,4%.
Leikskólinn Grænuvellir á Húsavík er ekki inn í þessari könnun. Framsýn hefur farið þess á leit við ASÍ að hækkanir hjá leikskólanum verði teknar út til samræmis við þá leikskóla sem eru í könnuninni hjá ASÍ.
Hægt er að fræaðst betur um könnuninna inn á heimasíðu ASÍ. Slóðin er eftirfarandi: http://www.asi.is/um-asi/utgafa/frettasafn/frett/2015/02/24/miklar-haekkanir-a-gjaldskram-leikskolaLeikskólagjöld hafa hækkað víða um land. ASÍ kannaði málið.