Kynning á kjarasamningi verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar

Kynningarfundur um nýgerðan kjarasamning Landssambands ísl. verzlunarmanna við Samtök atvinnulífsins verður haldinn í Fensölum, fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26 á Húsavík þriðjudaginn 17. maí klukkan 20:00.  Kjarasamningurinn nær til þeirra félagsmanna Framsýnar sem sinna verslunar- og skrifstofustörfum á almennum vinnumarkaði.

Upplýsingar um samninginn má finna á heimasíðu félagsins www.framsyn.is

Deila á