Framsýn í samstarfi við Þekkingarnet Þingeyinga og Rauða krossinn hafa staðið fyrir skyndihjálparnámskeiðum fyrir félagsmenn og reyndar aðra áhugasama á svæðinu. Framsýn hefur niðurgreitt námskeiðin fyrir sína félagsmenn í gegnum þá fræðslusjóði sem félagið á aðild að. Nýlega lauk 4 klst. námskeiði sem 12 nemendur tóku þátt í. Kennari var Björgvin Árnason. Næsta námskeið er fyrirhugað á Kópaskeri í mars. Það er Þekkingarnet Þingeyinga sem heldur utan um námskeiðin fyrir hönd samstarfsaðila.
Samstarfsaðilar, Framsýn, Þekkingarnetið og Rauði krossinn hafa unnið markvist að því að efla þekkingu Þingeyinga á mikilvægi skyndihjálpar.