Formanni Framsýnar, Aðalsteini Árna Baldurssyni, var boðið í vinnustaðaheimsóknir á Þórshöfn í gær. Með í för var Kristín Kristjánsdóttir starfsmaður Verkalýðsfélags Þórshafnar. Komið var við hjá Langanesbyggð, Samkaupum, Samskipum, Naustinu, frystihúsi ÍV og leikskólanum á Þórshöfn. Gestunum var alls staðar vel tekið en nokkuð var um veikindi á vinnustöðum. Sjá myndir:
Spjallað við starfsmenn á Naustinu sem er heimili aldraðra á Þórshöfn.
Elva hjá Ísfélaginu klikkar ekki. Hér er hún á tali við Kristínu starfsmann VÞ.
Gréta hjá Þekkingarneti Þingeyinga var að sjálfsögðu með sparibrosið í gær enda „fallegir“ gestir í heimsókn.
Höfðinginn, Jón R. Gíslason starfar hjá Landflutningum. Að sjálfsögðu var tekið hús á honum.
Það var fallegt veður á Þórshöfn en nokkuð kalt. Öflugur leikskóli er rekinn á staðnum og voru börnin við leik og störf á skólalóðinni.
Starfsmenn Samkaupa voru í stuði enda engin ástæða til annars.
Þær starfa einnig hjá Samkaupum.
Fulltrúar Verkalýðsfélags Þórshafnar átttu góðan fund með starfsmönnum og forsvarsmönnum Ísfélagsins um kjaramál en óskað hefur verið eftir endurskoðun á bónusmálum hjá fyrirtækinu.