Stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar kom saman fyrir helgina og tók fyrir umsóknir félagsmanna um styrki úr sjúkrasjóði félagsins fyrir janúar mánuð. Um er að ræða umsóknir um sjúkradagpeninga vegna veikinda, fæðingarstyrki, útfararstyrki og styrki vegna heilsuræktar, sjúkraþjálfunar, gleraugnakaupa og svo framvegis og framvegis m.v. reglugerð sjóðsins. Á fundinum á föstudag var úthlutað um 3,4 milljónum til félagsmanna. Þess má geta að félagsmenn Framsýnar hafa aðgengi að öflugum sjóði sem kemur sér vel fyrir félagsmenn, ekki síst í veikindum.
Góður rekstur Framsýnar skilar sér beint í vasa félagsmanna með öflugum sjúkrasjóði. Já, það er ástæða til að brosa yfir því.