Breytingar á lögum um vsk og vörugjöld taka gildi um áramót

Um áramót taka gildi breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjöld sem hafa áhrif á verðlag á allflestum vöru- og þjónustuliðum. Breytingar á virðisaukaskatti ættu að hafa áhrif á verðlag strax í upphafi nýs árs en ætla má að breytingar á vörugjöldum kunni skila sér á næstu vikum.Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hvetja neytendur til að fylgjast vel með áætluðum áhrifum breytinganna og hvernig þær skila sér út í verðlag. ASÍ mun á næstu dögum birta ítarlegri umfjöllun og dæmi um áhrif breytinganna.

Helstu breytingar eru eftirfarandi:

Almenna þrep virðisaukaskatts lækkar úr 25,5% í 24% – lækkar verð um 1,2%

Dæmi um vörur og þjónustu í almenna þrep virðisaukaskatts

•Föt og skór

•Lyf

•Áfengi og tóbak

•Raforka til almennra nota

•Þjónusta iðnaðarmanna

•Húsgögn og húsbúnaður

•Búsáhöld

•Verkfæri

•Tölvur og prentara

•Símtæki

•Bílar

•Bílaviðgerðir

•Póst og símaþjónusta

•Tryggingar

•Hársnyrting

•Snyrtivörur

•Skartgripir og úr

•Hreinlætisvörur

•Flugfargjöld

Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr 7% í 11% – Verð vara hækkar um 3,7%

Helstu vörur og þjónustuliðir í neðra þrepi virðisaukaskatts

•Mat- og óáfengar drykkjarvörur

•Bækur

•Dagblöð og tímarit

•Geisladiskar

•Heitt vatn

•Raforka til húshitunar

•Bleiur og smokkar

•Gistiþjónusta

•Veitingaþjónusta

•Afnotagjöld útvarps- og sjónvarpsstöðva

•Aðgangur að vegamannvirkjum – Hvalfjarðargöng

Almenn vörugjöld eru felld brott

Almenn vörugjöld eru afnumin en þau vöru lögð á sykur og sætar mat- og drykkjarvörur, stærri raftæki, byggingarvörur og bílavarahluti.

Helstu breytingar á vörugjöldum eru eftirfarandi:

Sykur og sætar mat- og drykkjarvörur (sykurskattur)

Áhrif breytinganna á verð einstakra vara er misjafnt og fer eftir því hversu mikinn sykur/sætuefni þau innihalda en hvert kíló sykurs bar fyrir 1. janúar 210 króna vörugjald. Virðisaukaskattur á þessum vörum hækkar jafnframt úr 7% í 11%.

Dæmi um sætar mat og drykkjarvörur sem báru vörugjald (sykurskatt)

•Sykur, molasykur, púðursykur o.þ.h. – 210 kr/kg ◦Gosdrykkir – 21 kr/lítra

◦Ís – 32 kr/lítra

◦Sultur, grautar, ávaxtamauk – 210 kr/kg af viðbættum sykri

◦Kex og sætabrauð – 210 kr/kg af viðbættum sykri

◦Súkkulaði og sælgæti – 210 kr/kg af viðbættum sykri

◦Sætar mjólkurvöru – 210 kr/kg af viðbættum sykri

◦Sætt morgunkorn – 210 kr/kg af viðbættum sykri

Stærri raftæki sem bera 25% vörugjöld – lækka í verði um 21%

Virðisaukaskattur á þessum vörum lækkar jafnframt úr 25,5% í 24%

Dæmi um vörur sem báru 25% vörugjald

•Sjónvörp ◦Útvörp, hljómflutningstæki og hátalarar

◦Myndbandstæki

◦Heimabíókerfi

Stærri raftæki sem bera 20% vörugjöld – lækka í verði um 18%

Virðisaukaskattur á þessum vörum lækkar jafnframt úr 25,5% í 24%

Dæmi um vörur sem báru 20% vörugjald

•Þvottavélar ◦Þurrkarar

◦Eldavélar, helluborð og ofnar

◦Kæliskápar

◦Frystiskápar- og kistur

◦Uppþvottavélar

◦Örbylgjuofnar

Byggingavörur og bílavarahlutir sem báru 15% vörugjöld – lækka í verði um 14%

Virðisaukaskattur á þessum vörum lækkar jafnframt úr 25,5% í 24%

Dæmi um vörur sem báru 15 % vörugjald

•Vaskar, baðker, sturtuklefar, salernisskálar ◦Blöndunartæki

◦Gólfefni

◦Flísar

◦Veggfóður

◦Gipsplötur, þiljur

◦Lampar og ljósabúnaður

◦Rafgeymar

◦Stuðarar

◦Gírkassar

◦Vatnskassar

◦Baksýnisspeglar

Deila á