Aðalfundur Verkalýðsfélags Þórshafnar var haldinn í Íþróttahúsinu á staðnum 4. maí 2011. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Ekki var mætingin alveg til að hrópa húrra fyrir en þeir sem mættu voru leystir út með gjöfum í tilefni af 85 ára afmæli félagsins á árinu. Boðið var upp á flott kaffihlaðborð sem Ránar og Eyþór í íþróttahúsinu sáu um.
Fundarmenn hlýða á skýrslu stjórnar og reikninga.