GPG-Fiskverkun á Húsavík bauð starfsmönnum, völdum gestum og viðskiptavinum í skötuveislu í hádeginu í dag. Skatan og meðlætið bragðaðist afar vel og voru helstu matgæðingar á því að verkunin í ár væri með besta móti. Um hundrað manns tóku þátt í veislunni í ár en GPG hefur viðhaldið þeim þjóðlega sið í mörg ár að bjóða starfsmönnum og viðskiptavinum fyrirtækisins í skötuveislu fyrir jólahátíðina. Sjá myndir: